mánudagur, 10. febrúar 2014

Þúsund byrjar á einum. Stór og lítil skref.


Velti því nýlega fyrir mér hvaða skref ég og við höfum tekið til að ná einfaldara og betra lífi.
Hér er stutt samantekt yfir stór og lítil skref:
  • losa okkur við fullt af drasli og dóti
  • taka þátt í project333 (nota bara 33 flíkur)
  • slökkva ljósin á eftir mér
  • búa um rúmið á morgnanna
  • tæmi úlpuvasa þegar ég kem inn 
  • lyklar hanga á snaga við hliðina á hurðinni
  • nota oftar full-screen mode þegar ég er að læra
  • slökkti á facebook viðvörunum í símanum
  • les ekki fréttir daglega
  • fáum ekki dagblöðin
  • hlusta sjaldnar útvarp
  • erum ekki með sjónvarp
Öll þessi skref hafa á einn eða annan hátt stuðlað að meiri meðvitund, einfaldari hversdagsleika og aðeins rólegra lífi.
Hér eru svo nokkur markmið framundan:
  • lesa bók í 30+ mín á dag
  • stunda hugleiðslu
  • fara snemma að sofa (fyrir 22:30)
  • losa okkur við enn meira dót og drasl
  • ganga alltaf alveg frá eldhúsinu á kvöldin 
  • skipuleggja tímann fyrir daginn/vikuna framundan
  • útbúa matseðil fyrir vikuna/mánuðinn
Hvatning að mörgu þessu er komin frá
Zenhabits, Project333 og UFYH

Engin ummæli:

Skrifa ummæli