sunnudagur, 12. júlí 2015

Einfaldlega betri sokkar

Einu sinni var í stöðu sem margir kannast við...
Ég átti fullt af allskonar sokkum, misgóðir, mismunandi á litinn, misvel farnir, mismikið í uppáhaldi en það sem mér fannst verst að þeir voru gjarnan óparaðir. Eftir að mínimalisma ferlið mitt hófst ákvað ég að taka á þessu máli og fylgja fyrirmynd tengdapabba. Ég gaf alla sokkana og keypti mér 12 pör af nákvæmlega eins sokkum, svarta með gylltri tá. 


Lífið varð strax betra. Ég gat alltaf bara gripið næsta hreina sokk og alltaf verið í eins. Átti nógu marga til að eiga alltaf hreina en þurfti samt ekki alltaf að vera að þvo - og þeir voru ekki út um allt óparaðir.
Tíminn leið og sokkarnir byrjuðu að slitna. Ári seinna átti ég 3 sokka. Ef maður á færri flíkur eyðast þær nefnilega meira.


Þá mundi ég eftir umfjöllun um sérstaklega endingagóða og gæðamikla sokka sem heita Darn Tough. Þeir eru frá Vermont í Ameríku og hafa lífstíðar ábyrgð - þú getur alltaf skilað þeim og fengið nýja!
Ég keypti mér aftur sokka. Þeir eru frekar dýrir svo ég keypti ekki marga. Þeir eru úr merino ull sem gerir það að verkum að þeir verða síður illa lyktandi.


Í dag á ég semsagt þrenn pör af venjulegum sokkum og eina lopasokka.

Mér finnst þessi saga vera mjög lýsandi fyrir margt í ferlinu í átt að mínimalískari lífsstíl. Fyrst þarf að grisja út draslið og óþarfan. Einfaldara líf. Þegar maður hefur náð einfaldleikanum á sitt band hefur maður tíma til endurmeta og betrumbæta. Betra líf.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli