fimmtudagur, 16. júlí 2015

Að þvo skóna sína

Í gær þvoði ég skóna mína. 
Það er ekki merkilegt í sjálfu sér en ég velti því fyrir mér hvað það þýddi þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem ég þvoði þessa næstum ársgömlu skó. 
Ástæðan fyrir því að þeir voru orðnir skítugir er sú að ég nota þá næstum daglega núna. Þeir ásamt gönguskónum mínum eru einu skórnir sem ég er með í sumar. Við búum á Patreksfirði yfir sumarið vegna vinnu.
Ef ég væri heima hjá mér, með alla hina skóna sem ég á, hefði ég líklega notað aðra skó líka svo þessir hefðu ekki verið jafn mikið í notkun. 
Og ég held að ef þeir hefðu orðið skítugir væri mögulegt að ég hefði frekar valið að nota aðra skó en þessa í staðinn fyrir að þvo þá. 
En nú hafði ég ekki neitt annað val, ekki vil ég vera í gönguskóm alla daga.
Nokkrir sem ég þekki eiga fleiri en tvenn og fleiri en þrenn pör af strigaskóm. Ég velti því fyrir mér hvort þeir falli ekki í freistinguna að nota þá frekar hreinustu skóna, heldur en að þvo hina - og enda svo með því að kaupa sér nýja þegar þeir verða leiðir á hinum sem eru lítið notaðir og skítugir.

Mér finnst betra að eiga fátt, vel valið og hugsa vel um það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli