fimmtudagur, 16. júlí 2015

Nokkrar mínimalískar leiðir til að bæta heimilið í staðinn fyrir að kaupa nýja hluti

Oft sé ég eitthvað í búð eða á netinu sem mér þykir fallegt og hugsa að ég vilji eignast það til að hafa heima hjá mér. Og stundum þegar ég hef komið heim með eitthvað nýtt sem ég var viss um að myndi vera voða fallegt - varð ég fyrir vonbrigðum því það var ekki eins fallegt heima hjá mér. Oftar en ekki var vandamálið að það var of mikið af drasli.
Því prófaði ég í staðinn fyrir að halda að fleiri og nýjir hlutir myndu gera heimilið mitt betra að fara aðra leið.
  1. Losa sig við hluti!
  2. Breyta til. Færa húsgögn, skipta út myndum á veggjum, snúa húsgögnum.
  3. Þrífa sérstaklega vel.
  4. Spila góða tónlist
  5. Gera góða lykt t.d. með því að baka eitthvað gómsætt eða tína vellyktandi blóm úti.

Less is more

Engin ummæli:

Skrifa ummæli