miðvikudagur, 26. ágúst 2015

KonMari ferlið: Byrjun

Í júlí las ég bókina The Life-Changing Magic of Tidying: A simple, effective way to banish clutter forever eftir Marie Kondo. Þar lýsir hún aðferð til að taka til öllu dótinu sínu og losa sig við drasl og óreiðu að eilífu. Það eru aldeilis stór orð en eftir lesturinn var ég sannfærð um að hún hefði rétt fyrir sér.
Hún, Marie Kondo, segir að allt ferlið eigi að taka u.þ.b. 6 mánuði.
KonMari aðferðin gengur út á að fara í gegnum allt dótið sitt og losa sig við hvern hlut sem ekki vekur gleði hjá manni. Taka á einn flokk hluta fyrir í einu t.d. föt, safna þeim öllum saman á einn stað og meta hvern og einn. Ef þú ert ekki handviss um leið og þú tekur hann upp að hluturinn gefi þér ánægju skaltu losa þig við hann. Þannig er farið í gegnum alla hluti á heimilinu. Flokkarnir sem hún nefnir eru föt, bækur, smámunir  og tilfinningalegir hlutir. Smámunir innihalda allt frá raftækjum til handklæða til bréfaklemma. Tilfinningalegir hlutir geta verið t.d. ljósmyndir, fyrstu barnaskórnir eða gamlar dagbækur.
Ef vel gengur ætti ég að vera búin um áramótin.
Ég skrifaði niður lista yfir flokkana sem ég sé á mínu heimili, þeir kannski hjálpa til fyrir þá sem vilja prófa. KonMari flokkarnir mínir


Skál fyrir upphafi hreinsunarferlisins!

1 ummæli: